Embætti innan Fisksins


Kosin embætti Fisksin, félags guðfræði- og trúarbragðafræðinema

Í stjórn sitja fimm (5) fulltrúar: formaður, ritari, gjaldkeri og tveir meðstjórn-endur sem eru jafnfram formenn fundanefndar og kirkju- og kapellunefndar. Þeirra er að gangast í ábyrgð fyrir alla viðburði á vegum Fisksins og samsk-ipti félagsins við félagsmenn.  Hver stjórnarmaður hefur sína ábyrgð.

Fastar nefndir félagsins eru fjórar (4) og hver nefnd hefur sitt hlutverk en þarf að gera stjórn grein fyrir starfi sínu og bera ákvarðarnir undir hana því stjórn er endanleg ábyrg fyrir allri starfsemi á vegum félagsins.

Formaður er andlit Fisksins útávið, er sjálfkjörinn fulltrúi nemenda á deildar-fundum og situr þá, boðar og stýrir stjórnarfundum og hefur yfirsýn með starfi félagsins.  Hann sér um samskipti félagsins við utanaðkomandi aðila

Ritari er jafnframt varaformaður.  Ritari ritar fundargerðir stjórnar og miðlar fréttum af stjórnarstarfi til félagsmanna.  Hann er skjalavörður félagsin, heldur utan um og varðveitir öll skjöl stjórnar, s.s. fundargerðir, formleg bréf, bæði send og móttekin og erindi hvers konar.  Ritari er ábyrgur fyrir því að koma gögnum áfram til nýrrar stjórnar.

Gjaldkeri heldur utan um fjármál félagsins, heldur utan um félagatal og innheimtu félagsgjalda, sér um útgáfu nemendaskírteina,  Hann ber ábyrgð á stykjaumsóknum,bæði í Stúdentasjóð og aðrar sjóði.

Fundanefnd sér um málfundi og fyrirlesta á vegum félagsins, minnst þrjá (3) fundi á hvoru misseri.  Samstarf við skemmtinefnd er mikilvægt, t.d. við skipulag og undirbúning vísindaferða, samdrykkju með öðrum nemenda-félögum o.fl.  Í fundanefnd sitja tveir (2) fulltrúar: Formaður og einn meðhjálpari.  Formaður er kosinn sérstaklega, situr í stjórn félagsins og er fulltrúi stjórnar í ritstjórn Orðsins.

Kirkju- og kapellunefnd skipuleggur og hefur umsjón með vikulegum messum í kapellunni, undirbýr og heldur utanum hátíðarmessu Stúdenta 1.desember í samstarfi við stjórn félagsins og heldur góðu sambandi við kirkjunnar menn.  Í nefndinni sitja vanalega fjórir (4) fulltrúar: Formaður og þrír (3) meðhjálparar.  Formaður er kosinn sérstaklega, situr í stjórn félagsins og er ábyrgur fyrir góðu upplýsingaflæði til stjórnar.

Skemmtinefnd er skipuð þremur (3) fulltrúm.  Hún hefur umsjón með vís-indaferðum, partýum, kvenna- og karlakvöldi, þorrablóti, árshátíð og öðrum skemmtunum á vegum félagsins.  Nefndin er í samstarfi við fundanefnd.

Ritnefnd Orðsins saman stendur af þremur (3) föstum fulltrúum: Ritstjóri Orðsins, vefstjóri og formaður fundanefndar.  Ritstjóri er formaður ritnefndar og ábyrgðarmaður Orðsins í prenti og á vef (lokaábyrgð alltaf stjórnarinnar).

Deildarfulltrúar eru sex (6) og kosnir til eins ár í senn.  Formaður Fisksins er sjálfkjörinn sem fulltrúi, tveir aðalmenn og þrír varamenn.  Ekki er skilið á milli aðal- og varamanna við framboð og kosningu, þeir tveir með flest atkvæði eru aðalmenn og þrír næstu varamenn.  Þeir skipta sín á milli hver er til vara fyrir hvern.

Nemendaráðgjafar eru tveir, kona og karl.  Þeir eru trúnaðarmenn nemenda og upplýsingarfulltrúar um námið og deildina.

Endurskoðendur eru tveir (2).  Þeir mega ekki sitja í stjórn félagsins.  Endurskoðendur fara yfir og samþykkja ársreikninga gjaldkera og kaffistofustjóra fyrir aðalfund félagsins.

Íþróttafulltrúi hvetur og eflir félagsmenn til íþróttaiðkunar, aðstoðar við samsetningu liða (t.d. skák, fótbolta, kubb) í nýnemaviku og skipuleggur íþróttaiðkun, s.s. vikulega bandítíma.

Kaffistofustjóri hefur umsjón með kaffistofunni og því sem henni fylgir, sér um að innheimta í kaffisjóð og er ábyrgur þess að allaf sé til kaffi og te.

Umsjónarmaður Íslandskorts fylgist með breytingar á brauðum og uppfærir Íslndskortið í samræmi við þær.

Vefstjóri sér um netheima Fisksins (FB síðu, ordid.hi.is) og aðstoðar ritstjórn Orðsins við vefsíðu ritsins.  Vefstjóri situr einnig í stjórn Orðsins.

Embætti sem kosið er í:

1    Formaður

1    Ritari

1    Gjaldkeri

1    Formaður fundanefndar

1    Formaður kirkju- og kapellunefndar

1    Meðstjórnandi fundanefnd

3    Meðstjórnendur kirkju og kapellunefnd

3    Skemmtinefnd

1    Ritstjóri Orðsins

5    Deildarfulltrúar / varamenn

2    Nemendaráðgjafar

2    Endurskoðendur

1    Íþróttafulltrúi

1    Kaffistofustjóri

1    Umsjónarmaður Íslandskorts

1    Vefstjóri

Hægt er að bjóða sig fram í fleiri en eitt embætti utan stjórnar.