Jólagjöfin í ár

Vantar þig jólagjöf handa guðfræðingi eða sóknarnefndarformanni? Eða ert þú bara búinn að brjóta allar kaffikönnur á heimilinu?

Fiskurinn, félag guðfræði og trúarbragðafræðinema er að selja merktar kaffikönnur í fjáröflunarskyni fyrir litar 1.500 krónur. Fiskurinn (ἰχθύς) er ævafornt kristið merki og því er þetta ekki aðeins eigulegur fyrir guðfræðinema heldur allt kirkjufólk. Pantanir berist til ichthys@hi.is, í pöntun þarf að taka fram hvort kannan eigi að vera sérmerkt og hvaða nafn eigi að vera á könnunni.