Fiskurinn

 

Fiskurinn (ICHTHYS) er félag guðfræði og trúarbragðafræðinema við Háskóla Íslands.  Nafn félagsins er úr grísku tekið og merki Fiskur, sem er ævafornt kristið tákn. Félagið var stofnað í kringum 1950 og tilheyrum við elstu deild Háskóla Íslands sem var stofnaður 1911. Við deildina eru um 150 manns og þar af 1/3 í félaginu og er deildin með þeim minnstu í skólanum. Guð- og trúarbragðafræðideildin er með aðsetur í Aðalbyggingu háskólans og er stofa V aðalkennslustofan (einnig þekkt sem stofa 229 og er beint á móti Kapellunni).