Kapellan

 

Háskólakapelluna er að finna í aðalbyggingu Háskóla Íslands.

Í kapellunni fer fram messa og ýmiss starfsemi sem sem tilheyrir skólanum öllum en þó einkum og sér í lagi guð- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.Vikulega er haldin messa, öllum er velkomið að koma í messu á auglýstum tíma og eru allir nemendur skólans hvattir til að koma í messu með okkur. Að öllu jöfnu er messað á miðvikudögum kl. 13:20. Við fáum presta úti á akrinum í heimsókn til að þjóna við altarið með hjálp okkar nemanna sem erum í deildinni.

Kapellunefnd félagsins eru umsjónaraðilar að kapellunni, hægt er að hafa samband við kapellunefnd varðandi öll mál er varða kapelluna. Háskólakapellan er staðsett á annarri hæð, gegnt stofu V. eins og áður sagði í aðalbyggingu Háskóla Íslands.