Kaffistofan

Samfélagið í deildinni er gott. Samskipti kennara og nemenda eru opin og jákvæð. Samskipti nemenda og nemenda eru góð, enda er deildin lítil og fólk kynnist vel. Guðfræðinemar eiga sína eigin kaffistofu þar sem oft skapast áhugaverðar og skemmtilegar samræður. Kaffistofan er staðsett í suðurkjallara Aðalbyggingar og við berum öll ábyrgð á umgengni þar og hjálpumst að við að halda henni snyrtilegri. Sérstakur kaffistofustjóri ber ábyrgð á innkaupum og reikningshaldi en þau sem „eru í kaffi“ hella uppá þegar þörf eða vilji kallar á.